Undirskrift Landsnet Rammasamningur Mannvit
Frétt - 22.11.2019

Rammasamningur við Landsnet

Í gær undirritaði Mannvit rammasamning við Landsnet um hönnun og eftirlit dreifikerfa raforku. Samningurinn snýst um kaup á þjónustu vegna verkhönnunar, útboðshönnunar og verkeftirlits nýframkvæmda og endurnýjunar á flutningsmannvirkjum. Innkaupin fara annaðhvort fram sem bein innkaup eða samkvæmt einföldum útboðum innan rammasamningsins.

Örn Guðmundsson skrifaði undir fyrir hönd Mannvits og Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets skrifaði undir fyrir hönd Landsnets. Á sama tíma var skrifað undir rammasamninga við sex aðrar verkfræðistofur um verkfræðiráðgjöf. Stofurnar sem einnig var skrifað undir við eru Hnit, Eflu, Verkís, VSÓ, Norconsult og Verkfræðistofu Reykjavíkur.

 

Mynd: Örn Guðmundsson forstjóri Mannvits og Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets.