Mannvit-dagur-3- _DSC6113.jpg
Frétt - 18.04.2018

OR gerir rammasamning við Mannvit

Mannvit hefur skrifað undir rammasamninga við Orkuveitu Reykjavíkur (Orku Nátturunnar, Veitur og Gagnaveitu Reykjavíkur) á sviði jarðhitanýtingar. Rammasamningarnir eru í eftirfarandi flokkum; jarðvarmavirkjanir, borholur, stjórnkerfi, hönnun hitaveitu, hönnun miðlunargeyma hitaveitu, hönnun rafdreifikerfis og raflagna, hönnun fráveitukerfa, hönnun vatnsveitu, umferðarstýring og vinnustaðamerking, verkefnastjórnun, umsjónarmaður veitukerfa, vatnsaflsvirkjanir, byggingar. Samningarnir gilda í þrjú ár með möguleika á framlengingu í allt að 8 ár.

Þessi samningur er afar jákvæður fyrir áframhaldandi uppbyggingu jarðhitaveitna OR og fyrir Mannvit sem ráðgjafa OR og dótturfélaga þess.