Urriðaholt BREEAM - Mannvit.is
Frétt - 20.05.2018

Rannsóknarmiðstöð á sviði blágrænna regnvatnslausna í Urriðaholti

Undirritaður hefur verið samningur um að byggja rann­sókn­ar­miðstöð á sviði blágrænna regn­vatns­lausna í Urriðaholti. Vistvottun Urriðaholts í Garðabæ var unnin af Mannvit samkvæmt BREEAM Communities matskerfinu árið 2016 en Urriðaholt er fyrsta BREEAM um­hverf­is­vottaða hverfið á Íslandi. Með vottuninni er staðfest að sjálfbær þróun og áhersla á umhverfi og skipulag sé leiðarljósið. Urriðaholt er jafnframt fyrsta hverfið þar sem blágræn­ar regn­vatns­lausn­ir voru inn­leidd­ar sem aðallausn á of­an­vatni til vernd­ar Urriðavatni. Í dag er í gangi mat á þriðja deiliskipulagsáfanganum innan hverfisins sem verði vottaður, þ.e. deiliskipulag Austurhluta. Í frétt á vef Morgunblaðsins segir að „Veður­stofa Íslands, Há­skóli Íslands, Garðabær og Urriðaholt ehf. und­ir­rituðu sam­starfs­samn­ing um upp­bygg­ingu rann­sókn­ar­miðstöðvar­inn­ar ný­verið. Miðstöðin verður vett­vang­ur lang­tíma­vökt­un­ar á veðurfari sem inni­fel­ur meðal ann­ars þætti sem skipta sköp­um í frá­veitu­hönn­un t.d. regn, hita, sól­ar­orku og snjóa­lög.“

Þar segir jafnframt að „und­ir­ritaður var þjón­ustu­samn­ing­ur milli Garðabæj­ar og Veður­stofu Íslands um rekst­ur á há­tækni­veður­stöð sem sett verður upp í Urriðaholti. Stöðin og búnaður henni tengd­ur mun verða ein­stök veður­stöð til til­rauna á landsvísu. Þar eru m.a. sér­hæfð tæki til mæl­inga vegna sjálf­bærra regn­vatns­lausna, svo og á úr­komu á einn­ar mín­útu fresti, í fyrsta sinn á Íslandi, sam­kvæmt frétt á vef Veður­stofu Íslands. 

Árni Snorra­son, for­stjóri Veður­stofu Íslands, seg­ir það mik­il­vægt fyr­ir Veður­stof­una að efla sam­vinnu við sveit­ar­fé­lög­in í land­inu. „Með til­komu veður­stöðvar­inn­ar í Urriðaholti get­um við bætt veðurþjón­ustu okk­ar fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið. Samn­ing­ur­inn um upp­bygg­ingu rann­sókn­ar­miðstöðvar­inn­ar er mjög fram­sækið verk­efni og skap­ar þekk­ingu sem er mik­il­væg á heimsvísu, því vatns­bú­skap­ur og hvernig við hög­um hon­um er ein mesta áskor­un framtíðar­inn­ar,“ seg­ir á vef Veður­stofu Íslands.

Blágræn­um regn­vatns­lausn­un­um er beitt til að draga úr álagi á frá­veitu­kerfi og viðhalda um leið heil­brigðum og sjálf­bær­um vatns­bú­skap. Mark­miðið er margþætt og fel­ur m.a. í sér auðveld­ara og ódýr­ara viðhald frá­veitu­kerfa, lengri líf­tíma þeirra og síðast en ekki síst ávinn­ing­inn sem felst í að hleypa vatni og gæðum þess aft­ur inn í hið byggða um­hverfi á ör­ugg­an og mark­viss­an hátt.

Þörf­in fyr­ir blágræn­ar regn­vatns­lausn­ir, hér­lend­is jafnt sem er­lend­is, eykst hratt m.a. vegna áhrifa hnatt­rænn­ar hlýn­un­ar. Þær auka seiglu bæja til að tak­ast á við lofts­lags­breyt­ing­ar, hreinsa vötn, ár og læki, grænka borg­ir og auka líf­fræðileg­an fjöl­breyti­leika þeirra. Síðast en ekki síst þá sýn­ir reynsl­an að þær eru hag­kvæm­ari en þær hefðbundnu, seg­ir á vef Veður­stof­unn­ar..

„Urriðaholt er fyrsta BREEAM um­hverf­is­vottaða hverfið á Íslandi og fyrsta hverfið þar sem blágræn­ar regn­vatns­lausn­ir voru inn­leidd­ar sem aðallausn á of­an­vatni til vernd­ar Urriðavatni. Það er einnig fyrsta hverfið á heimsvísu þar sem blágræn­ar regn­vatns­lausn­ir hafa verið inn­leidd­ar á jafn norðlægri breidd­ar­gráðu og í jafn mikl­um land­halla. Hverfið þykir eft­ir­breytni­vert, alþjóðlegt dæmi um far­sæla inn­leiðingu þeirra og hef­ur þegar vakið at­hygli vegna þessa. Því þótti kjörið að nýta Urriðaholtið sem rann­sókn­ar­vett­vang fyr­ir vís­inda­leg­ar rann­sókn­ir á blágræn­um regn­vatns­lausn­um og miðla niður­stöðum úr þeirri vinnu jafnt inn­an- sem ut­an­lands.“