Samgöngur Höfuðborgarsvæðið Rannsóknarsjóður Vegagerðarinnar
Frétt - 11.06.2020

Rannsóknarsjóður Vegagerðarinnar

Mannvit hlaut styrki fyrir fjögur verkefni úr Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar þetta árið. Verkefnin sem hlutu styrk úr sjóðnum eru eftirfarandi:

Grunnnet samgangna – hjólreiðastígar

Í tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun er m.a. sett fram verkefnið „Lokið verði við skilgreiningu á grunnneti hjólreiðastíga innan helstu þéttbýliskjarna og á vinsælustu ferðamannaleiðum”. Rannsóknarverkefnið snýst um að framkvæma þetta skilgreinda verkefni. Þannig verði skilgreining á grunnneti samgangna útvíkkuð til að stofnstígar hjólreiða bætist þar við. Verkefnisstjóri er Ólöf Kristjánsdóttir fagstjóri samgangna.

Grunnnet samgangna – almenningssamgöngur

Í tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun er m.a. sett fram verkefnið „Greindir verði kostir þess að lykilleiðir almenningssamgöngukerfisins verði hluti af grunnneti samgangna”. Rannsóknarverkefnið snýst um að framkvæma þetta skilgreinda verkefni. Þannig verði skilgreining á grunnneti samgangna útvíkkuð til að ákveðnar leiðir almenningssamgangna bætist þar við. Verkefnisstjóri er Ólöf Kristjánsdóttir fagstjóri samgangna.

Greining ferðatíma hjólandi í samgöngulíkani og samanburður við mælingar

Tilgangur verkefnisins er bæta hjólahluta nýja samgöngulíkansins með því að útbúa hæðarlíkan fyrir hjólastíga, götur og vegi á höfuðborgarsvæðinu og meta orsakasamband halla og hraða með mælingum á stöðum þar sem þetta er þekkt eða jafnvel bæta við mælingar. Verkefnisstjóri er Albert Skarphéðinsson samgönguverkfræðingur í samgöngufaghóp.

Basalttrefjar til styrkinga á sprautusteypu

Verkefnið snýst um að kanna kosti þess að nota trefjar úr basalti til styrkinga í sprautusteypu í stað trefja úr stáli eða plasti eins vaninn hefur verið hingað til. Ýmis vandamál fylgja stál- og plasttrefjum, s.s. ótímabundið slit á vélbúnaði og tæring vegna stáltrefja og neikvæð umhverfisáhrif vegna plasttrefja. Verkefnisstjóri er Guðbjartur Jón Einarsson byggingarverkfræðingur í burðarvirkisfaghóp.

Samgöngumat við skipulagsgerð fékk einnig styrk. Nánar er fjallað um það verkefni hér í sérstakri frétt um Loftlagssjóð.