Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2018 - Mannvit.is
Frétt - 29.10.2020

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar

Rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar fer fram föstudaginn 30. október. Vegna Covid-19 faraldursins er ráðstefnan rafræn og öllum þátttakendum að kostnaðarlausu. 

Ólöf Kristjánsdóttir, samgönguverkfræðingur M.Sc., fagstjóri samgangna hjá Mannviti mun halda erindið "Samgöngumat-leiðbeiningar." Höfundar skýrslunnar eru Ólöf og Cecilía Þórðardóttir, samgönguverkfræðingur M.Sc. 

Einnig munu Hafdís Eygló Jónsdóttir, Erla María Hauksdóttir Vegagerðin og Þorbjörg Hólmgeirsdóttir, fagstjóri rannsóknarstofu Mannvits, flytja erindið "Eru smektít og ættingjar óvinir viðloðunarefna?" 

Í frétt Vegagerðarinnar segir að ráðstefnan er sú 19. í röðinni en hún hefur skapað sér sérstöðu í ráðstefnuhaldi hér á landi. Fáar ráðstefnur bjóða upp á jafn fjölbreytileg umfjöllunarefni en þau falla undir fjóra flokka; mannvirki, umferð, umhverfi og samfélag. Fyrirkomulag ráðstefnunnar í ár verður með nokkuð svipuðu sniði og undanfarin ár að undanskildu því að engir áhorfendur verða í sal, heldur verður fyrirlestrum streymt beint til þátttakenda.

Fyrirlesarar munu flytja erindi sín í Norðurljósum og verður passað vel upp á allar sóttvarnir. Gefinn verður kostur á fyrirspurnum eftir hverja fyrirlestraröð.

Dagskrá ráðstefnunnar á vef Vegagerðarinnar.

Þó er nauðsynlegt að skrá sig til að fá hlekk á ráðstefnustreymið. Skráning á ráðstefnuna - þátttaka ókeypis