Almenningssamgongur Straeto 2022 Sudurlandsvegur 9 Vilhelm Gunnarssonminni
Frétt - 25.10.2023

Mannvit á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar 2023

Hin árlega rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar verður haldin föstudaginn 27. október á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, frá kl. 09.00 - 16.15.

Dagskráin er að vanda afar fjölbreytt og lætur Mannvit ekki sitt eftir liggja en markmið ráðstefnunnar er að endurspegla það fjölbreytta rannsókna- og þróunarstarf sem er styrkt af rannsóknasjóði Vegagerðarinnar. 

Benedikt Ó. Steingrímsson og Guðbjartur Jón Einarsson, frá Mannviti, munu fjalla um ástandsskoðun sprautusteypu í jarðgöngum með tilliti til þykktar og væntanlegs líftíma en verkefnið hlaut styrk á síðasta ári. Erindið fer fram kl. 11.00.

Jafnframt mun Darri Kristmundsson frá Vatnaskilum, dótturfélagi Mannvits, flytja erindi er varðar vindaðstæður við brýr – hermun til stuðnings hönnunarviðmiðum.

Eins og fram kemur á vef Vegagerðarinnar liggur styrkurinn í því að renna styrkari stoðum undir verkefni á breiðu fræðasviði sem falla undir fjóra megin flokka; mannvirki, umferð, umhverfi og samfélag.

Dagskrá ráðstefnunnar og skráning er aðgengileg hér á vef Vegagerðarinnar.

 

 

 

Mynd/ Vilhelm Gunnarsson