Mannvit myndir 2 - Mannvit.is
 - 06.03.2013

Sérfræðingar Mannvits með erindi á IGC í dag

Í dag hófst ein viðamesta alþjóðlega ráðstefna um jarðvarma sem haldin hefur verið á Íslandi: Iceland Geothermal Conference 2013 (IGC 2013). Þrír sérfræðingar frá Mannviti eru með erindi á ráðstefnunni; Sigurður St. Arnalds, Helga Tulinus og Claus Ballzus. Mannvit er jafnframt stofnaðili Jarðvarmaklasans sem stendur fyrir ráðstefnunni. Starfsfólk Mannvits býður gesti velkomna á bás fyrirtækisins í Hörpu í dag og á morgun. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna hér: www.geothermalconference.is