Sérleyfi á Drekasvæðinu - Mannvit.is (1)
Frétt - 04.01.2013

Sérleyfi veitt til rannsókna og vinnslu á Drekasvæðinu

Orkustofnun gaf í dag út tvö sérleyfi vegna leitar og vinnslu kolefna á Drekasvæðinu. Leyfin voru undirrituð að viðstöddum Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og Borten Moe, olíu- og orkumálaráðherra Noregs, þar sem norska ríkisolíufélagið Petoro er með fjórðungshlut í báðum leyfum.

 

Annað leyfið er til Faroe Petroleum Norge AS sem rekstraraðila með 67,5 % hlut, Íslensks Kolvetnis ehf. með 7,5 % hlut og Petoro Iceland AS með 25 % hlut.

 

Hitt leyfið er til Valiant Petroleum ehf. sem rekstraraðila með 56,25 % hlut, Kolvetnis ehf. með 18,75 % hlut og Petoro Iceland AS með 25 % hlut.

 

Mannvit á fjórðungshlut í Kolvetni ehf. Hlutverk Mannvits í félaginu er tæknileg ráðgjöf, m.a. uppbygging á almennri þjónustu frá Íslandi. Mannvit hefur til fjölda ára veitt mikla þjónustu til innlendra olíu- og gasfyrirtækja og getið sér gott orð fyrir. Innan Mannvits er jafnframt mikil jarðfræðiþekking, ásamt verðmætri þekkingu og reynslu af borunum eftir jarðhita sem eru að nokkru leyti sambærilegar við boranir eftir olíu.

 

Nánar um leyfisveitinguna á vef Orkustofnunar