Sjálfbærni vatnsgæðamælingar Mannvit
Frétt - 12.07.2018

Samfélagsábyrgðarskýrsla til Global Compact

Mannvit hefur gefið út aðra framvinduskýrslu þar sem félagið sýnir hvernig gekk á liðnu ári að innleiða viðmið Global Compact og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í starfseminni og framfylgja þeim markmiðum sem sett voru í upphafi árs. Mannvit hefur með ásett sér að vera í fararbroddi í samfélagsábyrgð og sjálfbærni þegar kemur að rekstri félagsins. Jafnframt viljum við leggja okkar að mörkum við að stuðla að sjálfbærni íslensks samfélags og leitumst við að hafa sjálfbærni að leiðarljósi í upphafi verks. Í skýrslunni er sagt frá nokkrum verkefnum sem við tengjum beint við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Hér er að finna samfélags- og sjálfbærniskýrslu Mannvits 2017 í pdf.

Það er mikill ávinningur fólginn í því að huga að sjálfbærri þróun þegar kemur meðal annars að skipulagi, almennri verkfræðihönnun og samgöngum. Ávinningurinn er víðtækur en felst meðal annars í því að auka hagkvæmni og skapa ábata fyrir umhverfið. Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun leika stórt hlutverk í stefnu okkar þar sem við vinnum að því að framfylgja 12 af 17 markmiðum SÞ. Mannvit nýtir sér heimsmarkmiðin sem viðmið um sjálfbærni í starfsemi sinni og er aðili að UN Global Compact ásamt Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, Vistbyggðaráði og Nordic Built.