Ábyrgð í verki forsíða - Mannvit.is (1)
Frétt - 23.10.2017

Samfélagsábyrgðarskýrsla til UN Global Compact

Mannvit hefur með tekið ákvörðun að vera í fararbroddi í samfélagsábyrgð og sjálfbærni þegar kemur að rekstri félagsins. Jafnframt viljum við leggja okkar að mörkum við að stuðla að sjálfbærni íslensks samfélags og höfum því gefið út sjálfbærni- og samfélagsábyrgðarskýrsluna "Ábyrgð í verki" fyrir árið 2016. Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun leika stórt hlutverk í stefnu okkar þar sem við vinnum að því að framfylgja 11 af 17 markmiðum SÞ. Mannvit nýtir sér heimsmarkmiðin sem viðmið um sjálfbærni í starfsemi sinni.

Mannvit er aðili að UN Global Compact á vegum Sameinuðu Þjóðanna. Sjálfbærni- og samfélagsábyrgðarskýrslan er því einnig fyrsta framvinduskýrslan sem skilað er inn til Global Compact til samþykktar, þar sem við sýnum hvernig við höfum unnið að því að innleiða viðmið Global Compact í starfsemi okkar. Mannvit er einnig aðila að Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja, Vistbyggðaráði og Nordic Built.

Skýrsluna má opna sem pdf með því að smella hér.