Endurbætur Flugstöðvar Reykjavík
Frétt - 22.10.2019

Endurbætur á flugstöð í Reykjavík

Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar og Strætó vinnur að skipulagningu samgöngumiðstöðvar á svokölluðum U-reit. Á U-reit verði samgöngumiðað skipulag og samgöngumiðstöð; skiptistöð almenningssamgangna, tengipunktur almenningssamgangna út fyrir höfuðborgarsvæðið og flugafgreiðsla fyrir Reykjavíkurflugvöll. Miðstöðin verði ein af lykilskiptistöðvum Borgarlínu, þ.e. hágæða almenningssamgöngukerfis á höfuðborgarsvæðinu.

Mannvit vinnur að skipulagningu reitsins með starfshópnum, m.a. að þarfagreiningu og undirbúningi hugmyndasamkeppni. Eitt af verkefnunum var að skoða husanlegar end­ur­bæt­ur á flug­stöðinni í Reykja­vík. Frétt þess efnis birtist jafnframt á mbl.is í dag þar sem farið var ítarlegar yfir hugsanlegar endurbætur á flugstöðinni. 

Mynd: Air Iceland Connect