
Samgönguráðstefna Grænu orkunnar og samstarfsaðila
17 september fer fram ráðstefnan Vistvænar samgöngur - vegur eða vegleysa? á vegum samtakanna Græna orkan í samstarfi við Landsvirkjun, Reykjavíkurborg, Samtök iðnaðarins og Bílgreinasambandið.
Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni eru Guðmundur H. Sigurðsson frá Mannviti sem flytur erindið Lífdísilframleiðsla á Íslandi - notkun og möguleikar, fyrir hönd Orkey á Akureyri. Einnig flytur Solveig Schytz frá Akershus í Noregi erindi um velgengni fylkisins í visthæfum samgöngum og Snorre Sletvold frá Norsk Elbilforetningen sem mun fjalla um innviði fyrir rafbíla í Noregi ásamt fjölmörgum öðrum erindum. Hér má finna dagskrá ráðstefnunnar í heild. Ráðstefnan er haldin á Grand Hótel í Reykjavík og hefst kl. 8:50, þátttökugjald er 12500 kr með hádegisverði.
Græna orkan er heiti á klasasamstarfi um orkuskipti sem miðar að því að auka hlut visthæfra innlendra orkugjafa í samgöngum á kostnað innflutts kolefnaeldsneytis. Verkefnisstjórn Grænu orkunnar hvetur alla sem vinna að verkefnum tengdum orkuskiptum í samgöngum eða visthæfum innlendum orkugjöfum að skrá sig til samstarfs í klasanum.