Fráveita 5 Crop
Frétt - 01.05.2023

Fagþing Samorku 2023

Fagþing Samorku 2023 sem er ráðstefna um málefni hita-, vatns- og fráveitna fer fram á Hótel Selfossi 3.-5. maí. Á þinginu verða 70 fyrirlestrar og 15 sýnendur. Gestir á Fagþinginu verða um 220 manns þar sem margt áhugavert verður kynnt á ráðstefnu sem og sýningarhlutanum.

Mannvit er þátttakandi á ráðstefnunni og sýningunni. Að þessu sinni heldur Lilja Oddsdóttir, umhverfisverkfræðingur erindi um vöktun og mælingar í Árborg fimmtudaginn 4.maí. Erindi Lilju fjallar um vöktun efnainnihalds og rennslis fráveituvatns á Selfossi og áhrif þess á gerlastyrk í Ölfusá.

Á föstudaginn 5. maí heldur Jón Jónsson, rafmagnstæknifræðingur,  erindi um hönnun stjórnkerfis fyrir hitaveitur, og sýnir dæmi frá Akranesi og annarra byggðarkjarna í Borgarfirði.  Nánari upplýsingar á vef Samorku.