
Frétt - 06.05.2022
Samorkuþing 2022
Samorkuþing 2022, sem er eins konar fagþing orku- og veitufyrirtækja, fer fram í Hofi á Akureyri 9.-10. maí. Dagskráin er sneisafull af áhugaverðum viðfangsefnum og málefnum um orku-, hita-, vatns- og fráveitna. Þar má nefna 2 erindi frá Mannviti, á sviði vöktunar hita og þrýstings í jarðhitageymum og meðhöndlunar skólps.
Á Samorkuþinginu, sem er vaninn að halda á þriggja ára fresti, verða núna 126 fyrirlestrar, 23 sýnendur og reiknað er með yfir 490 gestum.
Áhugaverð erindi verða á vegum Mannvits:
- Síritun hita og þrýstings í jarðhitageymum – Sverrir Óskar Elefsen
- 9.maí kl.15:00-15:15, Hamraborg (Dagskrá)
- Óhefðbundnar leiðir í skólphreinsun – Sif Guðjónsdóttir
- 9.maí kl.15:33-15:45, Dynheimar (Dagskrá)
Á dagskrá verða málstofur um: vatnsveitur, hitaveitur, fráveitur og rafmagn. Einnig er samhliða ráðstefnuninni boðið uppá vöru- og þjónustusýningu. Inná vef Samorku eru allar upplýsingar um dagskrá Samorkuþings.