Schwerin Geotehermie
Frétt - 09.05.2023

Schwerin jarðhitavirkjun tekin í notkun

Schwerin jarðhitavirkjunin í norður Þýskalandi var tekin formlega í notkun þann 28.apríl

GTN, dótturfélag Mannvits í Þýskalandi, var leiðandi ráðgjafi við þróun og uppbyggingu verkefnisins frá árinu 2015. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands var viðstaddur opnunarhátíðina en þessi nýja hitaveita er stór viðburður í þýska jarðhitageiranum þar sem lítið hefur verið virkjað í þessum hluta Þýskalands. Virkjunin framleiðir heitt vatn til hitaveitu fyrir um 2000 heimili og kostaði um €20 milljónir evra.

Hér má sjá fréttainnslag frá þýsku stöðinni ARF Tagesschau [á þýsku].

Ljósmynd: © Stadtwerke Schwerin