Sigrún Ragna Ólafsdóttir - Mannvit.is
Frétt - 14.02.2018

Sigrún endurkjörin í stjórn Viðskiptaráðs

Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri Mannvits, var endurkjörin í stjórn Viðskiptaráðs fyrir tímabilið 2018-2020 á aðalfundi Viðskiptaráðs sem fram fór í dag. Katrín Olga Jóhannesdóttir var jafnframt endurkjörin formaður ráðsins. Á Viðskiptaþingi sem einnig fór fram í dag var fjallað um hvernig tæknin er að endurskrifa leikreglur viðskiptalífsins en fundurinn bar yfirskriftina "Straumhvörf - samkeppnishæfni í stafrænum heimi".

Viðskiptaráð Íslands sem eru heildarsamtök fyrirtækja, félaga og einstaklinga í íslensku atvinnulífi halda Viðskiptaþing árlega. Tilgangur Viðskiptaráðs er að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum atvinnulífs, óháð atvinnugreinum eða stærð fyrirtækja, og að efla frjálsa verslun og framtak íslensks viðskiptalífs.