Sigurður Arnalds - Mannvit.is
Frétt - 15.04.2015

Sigurður Arnalds sæmdur heiðursmerki Verkfræðingafélags Íslands

Sigurður Arnalds var sæmdur heiðursmerki  Verkfræðingafélags Íslands á degi verkfræðinnar ásamt  Sigríði Ágústu Ásgrímsdóttur og Birni Dagbjartssyni. Merkið er veitt í viðurkenningarskyni fyrir vel unnin störf á sviði verkfræði eða vísinda, fyrir framtak til eflingar verkfræðistéttinni í heild eða fyrir félagsstörf í þágu verkfræðistéttarinnar. Í umsögn nefndarinnar segir að verkfræðiferill Sigurðar er afar farsæll og glæsilegur, bæði hvað varðar tæknilega vinnu og stjórnun framkvæmda og stórverkefna. Sigurður hafi alla tíð verið mannasættir og laginn við að sameina menn og ræða og sætta ólík sjónarmið jafnvel í erfiðustu málum. Sigurður hafi með störfum sínum og framkomu stuðlað á mikilvægan hátt að virðingu verkfræðistéttar.

Fréttina í fullri lengd og umsagnir nefndarinnar má lesa hér