Sjálfbærni skapar verðmæti - Mannvit.is
Frétt - 31.10.2017

Sjálfbærni skapar verðmæti

Í Fréttablaðinu þann 31.október var viðtal við Söndru Rán Ásgrímsdóttur hjá Mannviti, en á undanförnum misserum hefur Mannvit lagt aukna áherslu á sjálfbærni og samfélagsábyrgð í verkefnum sínum. Mikill ávinningur getur verið fólginn í því að huga að sjálbærri þróun þegar kemur að hönnun bygginga, en einnig í allri almennri verkfræðihönnun, skipulagi og samgöngum,“ segir Sandra Rán Ásgrímsdóttir, sjálfbærniverkfræðingur hjá Mannviti, einu stærsta fyrirtæki landsins á sviði tæknilegrar ráðgjafar og nýsköpunar.

Sandra segir víðtækan ávinning sjálfbærni felast meðal annars í aukinni hagkvæmni og ábata fyrir umhverfi og samfélag. „Við eyðum mestum tíma okkar innanhúss og því er mikilvægt að við byggjum heilnæmar byggingar þar sem er hugað að innilofti, dagsbirtu og þörfum notenda. Hönnun og val á byggingarefnum þarf því að taka mið af þessum þáttum.“ Lífsferilsgreiningar á mannvirkjum hafi undanfarið færst töluvert í aukana hér á landi. „Mikilvægt er að þeim verði beitt enn frekar til að takmarka kolefnisspor framkvæmda eins og mögulegter. Með hækkandi hitastigi eru allarlíkur á að úrkoma aukist hérlendisog trúlegt að sjávarflóð verði tíðari. Við hönnun nýrra mannvirkja þarf því að huga að öllum mögulegum breytingum sem hlýnandi hitastig jarðar kann að hafa á Ísland,“ segir Sandra.

Vottanir skila árangri

Til að tryggja sem bestan árangur þarf að vinna þverfaglega eftir sameiginlegri stefnu og nálgun. „Hægt er að votta byggingar, skipulagsáætlanir, rekstur og uppbyggingu innviða eftir alþjóðlegum stöðlum en einnig er hægt að vinna að sérsniðinni sjálfbærnistefnu fyrir hvert verkefni fyrir sig. Kosturinn við vottun er að fá óháða úttekt þriðja aðila sem staðfestir að hönnun og framkvæmd uppfylli gæði sem gefin eru upp,“ útskýrir Sandra. "Verkfræðihönnun sem tekur mið af sjálfbærri þróun leiðir af sér minni áhættu, aukna hagkvæmni og lægri rekstrarkostnað. Við bætist að umhverfi og samfélag njóta góðs af og lífsgæði notanda aukast. Mest verðmætasköpun fæst ef hugað er að sjálfbærni strax frá upphafi og út líftíma byggingarinnar eða mannvirkis. Þetta er þó ekki bara fyrir nýbyggingar því margt er hægt að gera til að yfirfara ástand eldra húsnæðis og tryggja heilnæmi þess. Auðvelt ráð og ódýrt er t.d. að  muna að lofta reglulega út."

Fagleg aðstoð við stefnumótun

Sjálfbær þróun er vegferð og þurfum við í rauninni að vera í stöðugri nýsköpun til að finna leiðir til að gera enn betur, draga úr notkun, bæta endurnýtingu og endurvinnslu og minnka losun. "Við hjá Mannviti höfum í auknum mæli lagt áherslu á nýsköpun innanhúss hjá okkur og tökum einnig vel á móti utanaðkomandi aðilum með góðar hugmyndir. Fyrirtæki og stofnanir geta horft til samfélagsábyrgðar og heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun til að kortleggja starfsemi sína og hvar áhrifa þeirra gætir hvað mest á samfélag og umhverfi. Hjá okkur hafa heimsmarkmið SÞ einmitt verið hornsteinninn í þeirri stefnumótun sem við fórum í og veitum öðrum fyrirtækjum faglega ráðgjöf í þeim efnum," segir Sandra.

 

Á myndinni að ofan eru Þorbjörg Hólmgeirsdóttir, fagstjóri rannsóknarstofu Mannvits og Sandra Rán Ásgrímsdóttir, sjálfbærniverkfræðingur hjá Mannviti.