Mannvit-2018-Day1_DSC1053 5-11.jpg
Frétt - 27.05.2019

Sjálfbærni- og samfélagsskýrsla 2018

Sjálfbærni- og samfélagsskýrsla Mannvits er komin út í þriðja sinn. Við höldum áfram að vinna eftir viðmiðum Global Compact og tileinkum okkur markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun við stefnumörkun og markmiðasetningu. Mannvit hefur sett sér markmið um kolefnishlutleysi árið 2020. Við viljum með verkum okkar stuðla að aukinni sjálfbærni í íslensku samfélagi og vera fyrirmynd viðskiptavina okkar. Á árinu 2018 kolefnisjöfnuðum við alla losun frá bílaflota fyrirtækisins og allt innanlandsflug í samstarfi við Kolvið og Votlendissjóð auk þess að draga úr kolefnislosun um 22%. 

Við teljum mikilvægt að ráðgjöf okkar taki mið af því að hafa sjálfbærni að leiðarljósi og birtum því nokkur ólík verkefni sem við tengjum beint við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, viðskiptavinum og samfélaginu til hvatningar. Líkt og áður ber skýrslan yfirskriftina Ábyrgð í verki og er aðgengileg hér.