Guðlaug Akraneskaupstaður Mannvit.Is
Frétt - 20.05.2020

Sjálfbærniskýrsla Mannvits 2019

Sjálfbærniskýrsla Mannvit fyrir árið 2019 er komin út, nú í fjórða sinn. Heit laug í grjótvörn, nýtt samgöngulíkan höfuðborgarsvæðisins, Svansvottaður Kársnesskóli, BREEAM vottun deiliskipulags, kolefnisföngun og vinnustofur um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir aðalskipulag eru á meðal verkefna sem Mannvit vann að á síðastliðnu ári og fjallað er um í skýrslunni. Við teljum mikilvægt að ráðgjöf okkar hafi sjálfbærni að leiðarljósi og birtum því þessi ólíku verkefni og tengjum þau við  Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, viðskiptavinum og samfélaginu til hvatningar. Sjálfbærniskýrslan 2019 er aðgengileg hér. 

 „Við finnum fyrir áhuga á sjálfbærni hjá viðskiptavinum og hagsmunaaðilum og sem eitt af stærri fyrirtækjum landsins í hönnun og ráðgjöf gegnum við mikilvægu samfélagslegu hlutverki“ segir Örn Guðmundsson, forstjóri Mannvits í ávarpi sínu.

Við höldum áfram að vinna eftir viðmiðum Global Compact ásamt því að birta í fyrsta skipti upplýsingar í samræmi við UFS viðmið Nasdaq. Þá tileinkum við okkur Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og setjum okkur metnaðarfull markmið fyrir komandi ár.  Við teljum mikilvægt að vera í góðum samskiptum við fjölbreytta hagsmunaaðila fyrirtækisins og er útgáfa sjálfbærniskýrslu liður í því að miðla áherslum Mannvits til bæði innri sem ytri hagsmunaaðila.