Sjálfbær byggingariðnaður morgunfundur
Frétt - 09.12.2020

Sjálfbær byggingariðnaður

Sjálfbær Byggingariðnaður er umfjöllunarefni Söndru Ránar Ásgrímsdóttur á morgunfyrirlestri IÐAN fræðslusetur sem streymt verður fimmtudaginn 10.des. kl 8:30-9:30. Hver er ávinningurinn og hvaða skref þarf að taka? Skráning á hlekknum hjá IÐAN fræðslusetur. Fróðlegt erindi fyrir fyrirtæki í byggingariðnaði, iðnaðarmenn og í raun alla sem vilja huga að umhverfisvænni hugsun í byggingu og rekstri fasteigna.

Þess má geta að Mannvit hannaði Kársnesskóla í Kópavogi sem kemur til með að fá Svansvottun. Mannvit kemur einnig að hönnun BREEAM Communities vottaðs samfélags, sem markast af Suðurlandsbraut, Grensásvegi og Ármúla. Hlutvertk Mannvits er að skapa og stuðla að sjálfbæru samfélagi.

Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar er einnig með erindi á fundinum á undan Söndru.

Frekari upplýsingar og skráningu er að finna á vef Iðan fræðslusetur.