Urriðaholt BREEAM Vottun Mannvit
Frétt - 26.04.2021

Sjálfbærniskýrsla Mannvits 2020

Sjálfbærniskýrsla Mannvits 2020 komin út á vefnum. Við fengum að leysa fjöldamörg áhugaverð verkefni sem eiga það sameiginlegt að vera jákvæð fyrir nærsamfélagið og falla vel að áherslum á sviði sjálfbærni og Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Metan til kaffibrennslu, grænasta gagnaver í heimi, BREEAM vottun deiliskipulags, hermunarlíkan í hönnun bygginga, kolefnisförgun, jarðhitavirkjun í Eþíópíu og þörungar til manneldis eru á meðal verkefna sem fjallað er um í skýrslunni.

Að skapa og stuðla að sjálfbæru samfélagi er hlutverk Mannvits og sjálfbærni er tvinnuð inn í alla starfsemi fyrirtækisins. Þess vegna settum við Heimsmarkmið í fóstur hjá starfsfólki og settum hlaðvarp í loftið með áherslu umhverfismál til þessa að vekja athygli á hversu víðtæk sjálfbærnimál eru, hversu mikið þau snerta allt okkar daglega líf.

Þó árið væri krefjandi náði Mannvit árangri í markmiðum sínum tengdum sjálfbærnistefnu okkar. Sem dæmi um þá áfanga náðum Mannvit markmiði um kolefnishlutleysi fyrirtækisins árið 2020. Við höldum áfram að vinna eftir viðmiðum Global Compact ásamt því að birta upplýsingar í samræmi við UFS viðmið Nasdaq til þessa að miðla áherslum til bæði innri sem ytri hagsmunaaðila.

Opna sjálfbærniskýrslu https://2020.mannvitarsskyrsla.is/