Forsíða Sjálfbærniskýrsla Mannvit 2021
Frétt - 16.05.2022

Sjálfbærniskýrsla Mannvits 2021

Sjálfbærniskýrsla Mannvits 2021 er komin út. Í ávarpi sínu segir Örn Guðmundsson, forstjóri „Við viljum vera fyrirmynd í verki en leggjum líka áherslu á að helstu hagaðilar okkar hugi að sjálfbærni í rekstri sínum því mestu áhrif okkar eru ekki vegna eiginlegrar starfsemi Mannvits, heldur þau áhrif sem við höfum á verkefni og þjónustu við viðskiptavini okkar." Þess vegna fjallar skýrslan um árangur okkar í umhverfis- og samfélagsmálum, stjórnarhætti og markmið en jafnframt um ólík verkefni sem vistvottun, græna fjármögnun, orkuskipti, grænna malbik, áhættumat og fræðslumál sem við tökumst á hendur fyrir viðskiptavini.

Að skapa og stuðla að sjálfbæru samfélagi er hlutverk Mannvits og sjálfbærni er tvinnuð inn í alla starfsemi fyrirtækisins. Þess vegna héldum við áfram með Heimsmarkmið í fóstri hjá starfsfólki og lögðum áfram áherslu hlaðvarpið okkar með áherslu umhverfismál til þessa að vekja athygli á hversu víðtæk sjálfbærnimál eru, hversu mikið þau snerta allt okkar daglega líf. Megin umhverfismarkmið fyrirtækisins felast í betri nýtingu auðlinda, takmörkun úrgangs, bættri umhverfisvitund starfsfólks og viðskiptavina og því að öll starfsemi fyrirtækisins sé umhverfisslysalaus.

Þó árið væri krefjandi náði Mannvit árangri í markmiðum sínum tengdum sjálfbærnistefnu okkar. Sem dæmi um þá áfanga náðum Mannvit markmiði um kolefnishlutleysi fyrirtækisins árið 2021. Við héldum áfram að birta upplýsingar í samræmi við UFS viðmið Nasdaq til þessa að miðla áherslum til bæði innri sem ytri hagaaðila. 

Opna sjálfbærniskýrslu https://2021.mannvitarsskyrsla.is/