Mannvit mynd 3 - Mannvit.is
Frétt - 28.09.2016

Sjávarútvegssýning Laugardalshöll 2016

Í dag hófst Sjávarútvegssýningin í Laugardalshöll. Við bjóðum alla gesti sýningarinnar hjartanlega velkomna á bás Mannvits nr. B-32 þar sem við kynnum reynslu okkar og þekkingu í þjónustu við sjávarútveginn. Sýningin fer fram í nýju og gömlu Laugardalshöllinni og er opin frá kl. 15-19 miðvikudag en 10-18 á fimmtudag og föstudag. Aðgangseyrir er 3500 kr. fyrir almenning. Vefsíða sýningarinnar er www.icelandfishexpo.is.

Mannvit hefur um áratugaskeið unnið fyrir sjávarútveginn en á árinu vann Mannvit t.d. að stækkun á vinnsluhluta uppsjávarfrystihúss Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Um mitt árið hófst vinna Mannvits við grundun fyrir nýtt 7.400 m2 uppsjávarfrystihús Eskju sem stendur til að verði fullbyggt á árinu 2016. „Eskja er að taka mjög stórt skerf í stækkun á fyrirtækinu með því að fara í landfrystingu með afkastagetu upp 900 tonn á sólarhring með tilheyrandi jákvæðum áhrifum fyrir samfélagið á Eskifirði og nágrenni. Ánægjulegt fyrir Mannvit að fá taka þátt í því með Eskju og öðrum hönnuðum og verktökum. Uppsjávarfrystihús Síldarvinnslunnar hefur verið það öflugsta hérlendis og höfum við komið að flestum byggingaráföngum með einhverjum hætti. Fyrir tveimur árum var það stækkun pökkunarhlutans en í ár var það undirbúa aukna vinnslugetu. Þá má þess geta að samhliða fengu fjórir hráefnistankar við frystihúsið, sem höfðu lokið sínu sem slíkir, nýtt hlutverk sem lúta að umhverfis og öryggismálum. Einn tankurinn var endurnýttur sem brunavatsforði fyrir sprinklerkerfi hússins  og hinir undir nýjar leiðir í hreinsun fráveituvatns  frá vinnslunni. Að því verki kom Mannvit ásamt starfsmönnum Síldarvinnslunar" segir Valgeir Kjartansson, verkefnisstjóri og starfsstöðvarstjóri Mannvits.