Sjávarútvegur
Frétt - 19.09.2022

Sjávarútvegur 2022

Sjávarútvegur 2022 fer fram 21.–23. september í Laugardalshöll. Við bjóðum gesti sýningarinnar hjartanlega velkomna í kaffi til okkar á bás númer B32. Hjá okkur er kjörið að fá sér sæti í betri stofunni, rjúkandi kaffibolla og kynna sér áhugaverð verkefni í sjávarútvegi og þau verkefni sem framundan eru.

Við höfum á að skipa sérfræðingum með mikla reynslu og höfum unnið fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki, sveitarfélög, útgerðir og fiskvinnslur um áratuga skeið. Við bjóðum uppá vistvæna hönnun, eftirlit með framkvæmdum og alla almenna verkfræðiráðgjöf með sjálfbærni að leiðarljósi.

Um 150 fyrirtæki munu taka þátt og kynna þjónustu við sjávarútveg, tæki, búnað og afurðir. Reiknað er með að miklum fjölda gesta á sýningunni en hún var síðast hald­in 2019 og var þá aðsókn­ar­met slegið er um 17 þúsund gest­ir sóttu hana. Sýningin opnar kl. 14 á miðvikudaginn 21.september  og stendur til kl.18 á föstudaginn 23. september.

Opnunartími sýningar:

  • Miðvikudagur  21. september   14.00 - 19.00
  • Fimmtudaginn 22. september   10.00 - 18.00
  • Föstudaginn    23. september   10.00 - 18.00