
„Smáþörungar og blár bjór til bjargar?" - Hlaðvarp
Vaxa Impact Nutrition er nýsköpunarfyrirtæki sem ræktar smáþörunga á Hellisheiði. Í hvað er varan notuð í dag og náinni framtíð? Hvers vegna er framleiðslan umhverfisvænni en önnur próteinframleiðsla? Er hægt að brugga hollan bláan þörungabjór? Eru smáþörungar framtíðin í framleiðslu á fæðubótarefnum? Afhverju er hátækni þörungaverksmiðja staðsett á Íslandi og hvers vegna er lýsingin bleik?
Christian Schröter, verkefnastjóri og Einar Pálmi Einarsson, rafmagnsverkfræðingur, segja okkur frá einstaklega áhugaverðri smáþörungaframleiðslu Vaxa Impact Nutrition í þætti nr.10 í hlaðvarpi Mannvits. Þátturinn er sá fyrsti á ensku. Hægt er að hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan eða á Spotify og í Apple Podcasts appinu.
Hafðu samband við Christian Schröter eða Einar Pálma Einarsson, í síma 422-3000 varðandi stjórnkerfi, iðnaðarferlar og vélbúnaður, verkefna- og byggingarstjórnun.