Hátæknibrennsla Sorps Teitur Gunnarsson
Frétt - 07.01.2021

Hátæknibrennsla - tæknin og helstu framleiðendur

Mánudaginn 11. janúar 2021, kl. 10-12, efna Samband íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytið og samstarfsvettvangur sorpsamlaga á suðvesturhorninu, til opins kynningar- og umræðufundar um fyrirliggjandi greiningu á þörf fyrir hátæknibrennslu til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi og fyrstu aðgerðum til undirbúnings að uppbyggingu innviða til brennslu.

Teitur Gunnarsson verkfræðingur hjá Mannvit heldur erindi um tæknina og helstu framleiðendur.

Fundurinn fer fram í gegnum samskiptaforritið Teams og eru þátttakendur beðnir um að skrá sig hér á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Dagskrá:

10:00

Opnun
Umhverfis- og auðlindaráðherra

 

Greining á þörf fyrir brennslu úrgangs til framtíðar 
Karl Eðvaldsson, framkvæmdastjóri Resource International ehf.

 

Aðgerðir sorpsamlaga á suðvesturhorninu vegna breyttrar meðhöndlunar og lágmörkun urðunar
Líf Magneudóttir, formaður Samstarfsvettvangs sorpsamlaga á suðvesturhorninu

 

Reynsla af brennslu innanlands – stefna og straumar erlendis
Steinþór Þórðarson, framkvæmdastjóri Kölku

 

Hátæknibrennsla – tæknin og helstu framleiðendur
Teitur Gunnarsson verkfræðingur, Mannvit, verkfræðistofa

 

Verkefnið framundan, næstu skref – Vegvísir
Helgi Þór Ingason fyrrv. framkvæmdastjóri SORPU og Páll Guðjónsson verkefnastjóri

 

Fyrirspurnir og umræður

12:00

Áætluð fundarlok

Fundarstjóri: Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga