stelpur og tækni 2019_Mannvit.jpg
Frétt - 24.05.2019

Stelpur og tækni

Árlega heldur Háskólinn í Reykjavík í samstarfi við Samtök iðnaðarins viðburðinn Stelpur og tækni. Dagurinn er haldinn að erlendri fyrirmynd Girls in ICT Day sem haldinn er víða um heim af ITU (International Telecommunication Union), samtökum um upplýsinga- og samskiptatækni innan Sameinuðu þjóðanna.

Markmið verkefnisins er að kynna ýmsa möguleika í tækninámi fyrir stelpur í 9. bekk grunnskóla og sýni fjölbreytileikann í framtíðarstörfum í tæknigreinum.  Í ár voru 1.000 stelpur skráðar til leiks en aldrei hefur dagurinn verið stærri. Mannvit tók þátt í ár og tók á móti 50 stelpum úr Árbæjarskóla. Flottar kvenfyrirmyndir sýndu stelpunum við hvað þær starfa og fengu þær svo að sjá hvernig störf á rannsóknarstofu fara fram. Við þökkum þeim kærlega fyrir heimsóknina.