Mannvit mynd 5 - Mannvit.is
Frétt - 11.03.2019

Við leitum að fólki á samgöngu- og veitusvið

Hefur þú áhuga á samgöngum; umferðarmálum, götum og veitum? Mannvit leitar  annars vegar að tækniteiknara og hins vegar verkfræðingi eða tæknifræðingi til að starfa með fjölmennum hópi sérfræðinga á sviði samgangna og veitna. Á sviðinu er unnið að fjölbreyttum verkefnum í samgöngumálum; umferðargreiningum, samgönguskipulagi og forhönnun og verkhönnun samgöngumannvirkja og veitna. Hjá okkur starfar öflugur hópur verkfræðinga og tæknimenntaðs starfsfólks með fjölbreytta reynslu á flestum sviðum verkfræðiþjónustu. 

 

Tækniteiknari

Mannvit óskar eftir að ráða tækniteiknara til starfa á sviði samgangna og veitna. Viðkomandi þarf að hafa lokið námi í tækniteiknun og hafa góða þekkingu á AutoCad. Þekking á Autocad Civil 3D eða Microstation er einnig kostur. Reynsla af sambærilegum störfum er æskileg.

Menntunar- og hæfnikröfur

 • Nám í tækniteiknun.
 • Æskilegt er að viðkomandi hafi a.m.k. 3 ára starfsreynslu í tækniteiknun.
 • Góð þekking á AutoCad.
 • Þekking á Autocad Civil 3D eða Microstation er kostur.
 • Skipulagshæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum.

 

Byggingartæknifræðingur eða verkfræðingur

Mannvit óskar eftir að ráða tæknifræðing eða verkfræðing á sviði samgangna og veitna. Viðkomandi mun sinna hönnunar- og ráðgjafaverkefnum á sviði samgangna.

Menntunar- og hæfnikröfur

 • Sc. eða M.Sc. í byggingarverkfræði eða tæknifræði (áhersla á samgöngur og veitur er æskileg).
 • Æskilegt er að viðkomandi hafi a.m.k. 3 ára starfsreynslu á sviði samgöngumála.
 • Reynsla í gatnahönnun er æskileg.
 • Þekking á almennum teikniforritum og þrívíddarhönnunarforritum (Autocad Civil 3D eða Microstation Inroads) er æskileg.
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku og helst einnig á einu norðurlandamáli.
 • Skipulagshæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum.

 

Umsóknarfrestur er til og með 20. mars. Sótt er um störfin hér.

Nánari upplýsingar veitir Einar Ragnarsson, sviðsstjóri Mannvirkja og umhverfis í síma 422 3015.

Hjá Mannviti færð þú tækifæri til að skara fram úr og starfa í umhverfi sem byggir á gildum okkar; trausti, þekkingu, víðsýni og gleði. Með verkum okkar viljum við skapa og stuðla að aukinni sjálfbærni í samfélaginu. Mannvit hefur hlotið jafnlaunamerki Velferðarráðuneytisins.