Tónlistahús Hörpu - Mannvit.is
Frétt - 26.10.2011

Torgið við Hörpu hlýtur norræn verðlaun

Torgið fyrir utan tónlistahusið Hörpu í Reykjavík fékk ein af þrennum norrænu arkitekaverðlaununum sem afhent voru í Gautaborg í gær 24.október. Um er að ræða norræn arkitektaverðlaun í þremur flokkum: besta norræna byggingin, besta norræna almenningsrýmið og besta norræna bæjarskipulagið. Torgið við Hörpu hlaut verðlaun í flokknum besta norræna almenningsrýmið.

Hönnun torgsins við Hörpu var á höndum Landslags ehf í í samstarfi við Batteríið arkitektar og í samráði við Henning Larsen architects og listamanninn Ólaf Elíasson. Verkfræðingar voru Mannvit og Verkís. Mannvit annaðist verkefnisstjórn, afvötnun, burðarþol og hæðarlegu torgsins.

Þráinn Hauksson landslagsarkitekt hjá Landslagi ehf veitti verðlaunum viðtöku á hátíðarkvöldi ráðstefnunnar.  Alþjóðleg dómnefnd valdi verkin eftir tilnefningar valnefnda í hverju hinna norrænu landa fyrir sig. Norskar teiknistofur unnu verðlaunin í hinum tveimur flokkunum, Snöhetta arkitektar fyrir Reindeer Pavillion (bygging) og Dahl og Uhre arkitektar o.fl. fyrir bæjarskipulag í Nuuk á Grænlandi.