Tanzania Geothermal Project
Frétt - 03.09.2020

Metfjöldi umsókna í jarðhitasjóð í Austur-Afríku

Alls bárust 17 umsóknir í GRMF jarðhitasjóðinn í Austur-Afríku frá verkefnum í Djibouti, Eþíópíu, Kenía, Tanzaníu, Uganda og Zambiu að þessu sinni. Þetta er í sjötta sinn sem jarðhitasjóðurinn opnar fyrir umsóknir frá stofnun árið 2012.

"Okkar hlutverk er að fara yfir styrkumsóknir með tilliti til útgefinna sjóðsreglna og þekkingar á virkjun jarðvarma. Með auknum styrkveitingum er vonast til að þessi umhverfisvæni kostur verði hluti af orkubúskapnum. Markmiðið er að styrkirnir fari til þeirra verkefna sem eru líklegust til að verða að virkjun." segir Lilja Tryggvadóttir, vélaverkfræðingur og verkefnisstjóri hjá Mannviti.

Sjóðurinn er fjármagnaður af þýskum og alþjóðlegum þróunarbönkum. Hlutverk hans er að draga úr áhættu við fyrstu skref í þróun jarðhitaverkefna. Það er gert með fjármögnun á hluta yfirborðsrannsókna og fyrstu borholna. Mannvit veitir tæknilega ráðgjöf við jarðhitasjóðinn.

Frekari upplýsingar hlutverk Mannvits fyrir GRMF sjóðinn og á vef sjóðsins.