Loftlagsmál yfirlýsing Mannvit - Mannvit.is
Frétt - 08.12.2017

Undirritun loftlagssamnings

Í dag undirritaði Mannvit loftlagssamning Festu og Reykjavíkurborgar. Með samningnum skuldbindur Mannvit sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum. Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri Mannvits skrifaði undir samninginn á Loftlagsfundi Reykjavíkurborgar og Festu um loftslagsmál sem fram fór í Hörpu að viðstöddum Degi B. Eggertssyni og Katli B. Magnússyni. Undirritun samningsins er í takt við markmið Mannvits á sviði samfélagsábyrgðar í samræmi við samfélagsskýrsluna sem gefin var út fyrr á árinu þar sem fyrirtækið er aðili að Global Compact sáttmála Sameinuðu Þjóðanna.

Mikið fjölmenni var samankomið á Loftlagsfundinum þar sem fjöldi fyrirlestra á sviði umhverfismála fór fram. Á myndinni sem tekin var við undirritun eru Ketill Berg Magnússon frá Festu, Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri Mannvits og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

 

Mynd: Sigurjón Ragnar/SRphoto