Urðarhvarf 6 fær umhverfisverðlaun Kópavogs 2014 - Mannvit.is
Frétt - 07.08.2014

Urðarhvarf 6 fær umhverfisverðlaun Kópavogs 2014

Urðarhvarf 6 fær umhverfisverðlaun Kópavogs 2014 fyrir besta hús í flokki atvinnubygginga. Arkitektar hússins eru Guðmundur Gunnlaugsson arkitekt hjá Archus og Gunnar Páll Kristinsson hjá Rýma arkitektar. Verðlaunin verða afhent 21. ágúst í Salnum Kópavogi. Til stendur að skjöldurinn verði settur upp við innganginn í húsið. Verðlaun þessi voru síðast veitt árið 2009 en þá fengu arkitektar hússins okkar, þeir Guðmundur og Gunnar verðlaunin í flokki "íbúðabygginga" fyrir háhýsin í Lundi og fá einnig verðlaunin í þeim flokki aftur í ár, nú fyrir lægri húsin þar, en Lundarhverfið við Nýbýlaveg er enn í uppbyggingu.