
Spennandi vefnámskeið um vetni og jarðhita
Nú stendur yfir skráning á vefnámskeið um vetni og jarðhita sem fer fram fimmtudaginn 16. nóvember 2023. Námskeiðið er haldið af African Union Commission (AUC) og skipulagt af Geothermal Risk Mitigation Facility (GRMF). Katrín Ragnarsdóttir, efnaverkfræðingur á sviði vélbúnaðar og efnaferlis hjá Mannviti, flytur erindi sem snýr að Power-to-X í Kenía. Einnig mun Hólmfríður Haraldsdóttir frá ON vera með kynningu er varðar reynslu á framleiðslu vetnis með orku frá jarðvarmavirkjun á Íslandi.
Athugið að það er þriggja klukkustunda tímamismunur svo námskeiðið fer fram frá kl. 7 - 11 að morgni á íslenskum tíma.
„Erindi mitt á Hydrogen & Geothermal fjallar um möguleika tengda framleiðslu rafeldsneytis með orku frá jarðvarma í Kenía. Kynningin er að mestu byggð á skýrslu sem Mannvit vann með GIZ (A Geothermal Approach to Power-to-X)," útskýrir Katrín þegar hún er spurð nánar út í verkefnið.
Fjallað verður um margvíslega þætti sem snúa að vetnisframleiðslu með nýtingu jarðvarmaorku en þeir eru listaðir hér að neðan:
- The African perspective on the technical, economic, social, and political implications of green hydrogen development in Africa
- Insights into the Geothermal Risk Mitigation Facility (GRMF)
- An overview of Green Hydrogen Projects in Namibia (GH2 Namibia)
- EU and German policies, as well as targets for hydrogen development
- The H2 Global Programme
- KfW Development Bank’s Power-to-X Platform
- Valuable experiences from Hydrogen & Geothermal Projects in Iceland, ON
- Power-to-X in Kenya – Katrín Ragnarsdóttir, Mannvit
Skráning fer fram hér.
Heimasíða AUC með nánari upplýsingum.