Verk og vit 8.-11. mars - Mannvit.is
Frétt - 06.03.2018

Verk og vit í Laugardalshöll

Sýningin Verk og vit verður haldin í fjórða skipti dagana 8.–11. mars næstkomandi í Laugardalshöll. Verk og vit er tileinkuð byggingariðnaði, skipulagsmálum, mannvirkjagerð og tengdum greinum. Um 120 sýnendur taka þátt að þessu sinni, og þar á meðal er Mannvit. Við tökum vel á móti gestum á bás okkar númer C34. Fyrstu tvo dagana verður sýningin opin fyrir fagaðila, en seinni tvo dagana, laugardag og sunnudag, er almenningur einnig boðinn velkominn. Þess má þó geta að aðgangsmiðinn inná sýninguna er á 1.500 kr. (gildir laugardag eða sunnudag). Fagaðilamiði: 2.500 kr. (gildir alla sýningardaga). Eldri borgarar, öryrkjar, börn yngri en 12 ára og nemar fá frítt inn (laugardag/sunnudag).

Sýningin var síðast haldin árið 2016, en þá var slegið aðsóknarmet en alls sóttu þá 23.000 gestir sýninguna. Sýningarsvæði Verks og vits er um 5.000 fermetrar og því af mörgu að taka fyrir gesti. Á meðal sýnenda má nefna fjármálafyrirtæki, húsaframleiðendur, verkfræðistofur, tækjaleigur, bílaumboð og hugbúnaðarfyrirtæki