Apríl 2013 Laugavegur - Mannvit.is
Frétt - 02.03.2016

Verk og vit 3. - 6. mars

Stórsýningin Verk og vit verður haldin í þriðja sinn dagana 3. – 6. mars 2016 í íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal. Sýningin er tileinkuð byggingariðnaði, skipulagsmálum og mannvirkjagerð. Mannvit býður alla gesti sýningarinnar velkomna að líta við í létt spjall á bás okkar nr. A23.

Markmið sýningarinnar er að kynna vörur, þjónustu og tækninýjungar á þessu sviði en ekki síður að koma á viðskiptum fagaðila og auka vitund almennings um byggingarmál, skipulagsmál og mannvirkjagerð. 

Um 18.000 gestir sóttu sýninguna í Laugardalshöll þegar hún var síðast haldin árið 2008 þar sem um 100 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög kynntu vörur sínar og þjónustu. Sem dæmi um sýnendur má nefna byggingarverktaka, verkfræðistofur, tækjaleigur, skóla, fjármálafyrirtæki, orkufyrirtæki, ráðgjafafyrirtæki og sveitarfélög. 

Upplýsingar um sýninguna og sýnendur er að finna á vefsíðu sýningarinnar www.verkogvit.is

Opnunartími sýningarinnar:

Fimmtudaginn      3. mars kl. 17.00-20.00
Föstudaginn          4. mars kl. 11.00-19.00
Laugardaginn       5. mars kl. 12.00-18.00
Sunnudaginn        6. mars kl. 12.00-17.00