Heimsmarkmið Sameinuð Þjóðanna Kópavogur Viljayfirlýsing Mannvit
Frétt - 23.09.2020

Viljayfirlýsing um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Mannvit og fjölmörg fyrirtæki í Kópavogi staðfestu í dag viljayfirlýsingu um innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og vinna þannig að því að gera Kópavog, Ísland og heiminn allan að betri stað til að búa og starfa í. Fundurinn fór fram á opnum streymisfundi.

Markaðsstofa Kópavogs hefur haft frumkvæði að því að hvetja rekstraraðila í bæjarfélaginu til að sýna ábyrgð í verki með því að ná mælingu á núverandi stöðu í ýmsum þáttum starfsemi sinnar og setja sér jafnframt markmið um framfarir til ársins 2024, með leiðbeinandi markmiðasetningu Markaðsstofu Kópavogs til hliðsjónar.

Með þátttöku í verkefninu hefur Mannvit samþykkt að veita Markaðsstofu Kópavogs upplýsingar um helstu markmið sín, sem og árlegar árangursmælingar og að upplýsingarnar verði  skráðar í sameiginlegan gagnabanka á vegum Markaðsstofu Kópavogs.

Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt að innleiða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í stefnu Kópavogsbæjar. Lokaskýrsla OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, um innleiðingu Heimsmarkmiðanna í Kópavogi var einnig kynnt á streymisfundinum við sama tilefni.

 

Mynd: Örn Guðmundsson, forstjóri Mannvits með viljayfirlýsinguna undirritaða sem kynnt var á streymisfundi í dag.