Mannvit mynd 7 - Mannvit.is
Frétt - 14.03.2018

Viltu slást í hópinn með okkur?

Við óskum eftir fagfólki í 7 stöður. Við leitum eftir gæðastjóra, burðarþolshönnuði, byggingartæknifræðingi eða verkfræðingi á sviði samgangna og veitna, hljóðtæknimanni, brunahönnuði, tæknimanni á sviði loftræstihönnunar og bókara. Umsóknarfrestur er til og með 30. mars. Sótt er um starfið hér á heimasíðu Mannvits, og eru umsækjendur vinsamlegast beðnir um að láta ferilskrá og kynningarbréf fylgja umsókn. Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um.

Gæðastjóri

Gæðastjóri stuðlar að og styður við stöðugar umbætur í starfsemi Mannvits. Viðkomandi fer með gæða-, umhverfis-. vinnuverndar- og öryggismál. Gæðastjóri ber ábyrgð á að viðhalda og þróa stjórnunarkerfi fyrirtækisins ásamt úttektum og eftirfylgni.

Menntunar- og hæfnikröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla og þekking í rekstri stjórnunarkerfa skv. ISO 9001. Þekking á ISO 14001 og/eða OHSAS 18001 er kostur.
 • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur.
 • Gott vald á ritaðri og talaðri íslensku og ensku.
 • Leiðtogahæfni, góð samskiptafærni og jákvætt viðhorf.
 • Nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi.
 • Reynsla af straumlínustjórnun (Lean Management) er kostur.

 

Reyndur burðarþolshönnuður

Viðkomandi þarf að geta tekið að sér alhliða burðarþolshönnun og hafa staðgóða og fjölbreytta reynslu af slíkri hönnun.

Menntunar- og hæfnikröfur

 • M.Sc. gráða í verkfræði eða B.Sc. gráða í byggingartæknifræði með sérhæfingu í burðarþoli.
 • Æskilegt að viðkomandi hafi að lágmarki 3 ára starfsreynslu af hönnun burðarvirkja.
 • Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af vinnu með FEM-reiknilíkön.
 • Reynsla af BIM hönnun og þekking á Tekla Structures er kostur.
 • Reynsla af hönnunarstjórn og verkefnastjórn er kostur.
 • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfni í mannlegum samskiptum.

 

Byggingartæknifræðingur eða verkfræðingur á sviði samgangna og veitna

Viðkomandi þarf að geta sinnt verkefnum í veituhönnun, með sérstaka áherslu á hönnun veitna í þrívíddarhönnunarforritum. Einnig þarf viðkomandi að geta sinnt öðrum verkefnum sem snúa að þéttbýlistækni.

Menntunar- og hæfnikröfur

 • B.Sc. eða M.Sc. gráða í byggingarverkfræði eða tæknifræði (áhersla á samgöngur og veitur er æskileg).
 • Æskilegt er að viðkomandi hafi a.m.k. 3 ára starfsreynslu.
 • Reynsla í veituhönnun (fráveita, vatnsveita og hitaveita) er æskileg.
 • Þekking á þrívíddarhönnunarforritum (Autocad Civil 3d eða Microstation Inroads) er æskileg.
 • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, á íslensku, ensku og helst einnig á einu norðurlandamáli.

 

Brunahönnuður

Mannvit óskar eftir að ráða reyndan brunahönnuð á mannvirkjasvið. Viðkomandi þarf að geta tekið að sér alhliða brunahönnun mannvirkja og hafa staðgóða og fjölbreytta reynslu af slíkri hönnun. Mannvit tekur jafnframt vel á móti umsóknum um sumarstarf fyrir nemendur sem eru nú þegar í námi eða stefna á framhaldsnám í brunahönnun.

Menntunar- og hæfnikröfur

 • M.Sc. gráða í verkfræði með sérhæfingu í brunahönnun.
 • Æskilegt að viðkomandi hafi 5-10 ára starfsreynslu af brunahönnun.
 • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, á íslensku, ensku og helst einnig á einu norðurlandamáli.

 

Hljóðtæknimaður

Helstu verkefni eru hljóðvistarhönnun bygginga, kortlagning hávaða og hljóðmælingar.

Menntunar- og hæfnikröfur

 • M.Sc. gráða í verkfræði með sérhæfingu í hljóðvist.
 • Æskilegt að viðkomandi hafi starfsreynslu tengt hljóðvistarhönnun og/eða hljóðmælingum.
 • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, á íslensku, ensku og helst einnig á einu norðurlandamáli.

 

Tæknimaður á sviði loftræstihönnunar

Viðkomandi þarf að geta sinnt verkefnum tengdum loftræstihönnun.

Menntunar- og hæfnikröfur

 • Tæknimenntun eða háskólamenntun á sviði verkfræði eða tæknifræði.
 • Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar.
 • Reynsla í hönnun loftræstikerfa í Revit og/eða MagiCad er kostur.
 • Frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.

 

Bókari í árs afleysingar

Mannvit óskar eftir að ráða bókara í afleysingar í eitt ár frá og með maí 2018. Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu og reynslu af bókhaldi og Navision. Starfið felst í færslu bókhalds, afstemmingum og aðstoð við uppgjör.

Hæfnikröfur:

 • Góð þekking og reynsla af bókhaldsstörfum.
 • Reynsla af verkbókhaldi.
 • Þekking og reynsla af Navision.
 • Nákvæm og vönduð vinnubrögð.
 • Frumkvæði, sjálfstæði og hæfni í mannlegum samskiptum.

 

Nánari upplýsingar veitir Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri í netfanginu mannaudssvid@mannvit.is.