Runar Og Duna
Frétt - 01.10.2021

Vindorka, umhverfi og samfélag - Hlaðvarp

Hér á landi hefur vindorka ekki verið nýtt að neinu marki þrátt fyrir að meira en nóg sé af íslenska rokinu. Hvers vegna höfum við ekki beislað vindorku hér á landi? Hvað í umhverfinu verður fyrir áhrifum af vindorkuveri? Hver eru samfélagsáhrifin? Hver eru möguleg áhrif á samgöngur og uppbyggingu á svæðinu? Hvert er ferlið og af hverju er það svona langt?  

Mat á umhverfisáhrifum er stór hluti af undirbúningsvinnu fyrir byggingu vindorkugarða. Rúnar D. Bjarnason fagstjóri við umhverfismál og sjálfbærni og Sigríður Dúna Sverrisdóttir, landslagsarkitekt M.Sc., vinna mat á umhverfisáhrifum fyrir vindorkuverkefni hjá Mannviti.

Við spjölluðum við Rúnar og Dúnu í þætti númer 11 í hlaðvarpi Mannvits. Hlustaðu í spilaranum hér fyrir neðan eða á Spotify og Apple Podcasts appinu.

Aukin eftirspurn er framundan eftir orku, hvort sem er í orkuskipti í samgöngum eða í almenna framleiðslu með nýtingu orku sem ekki mengar. Víða erlendis er vindorka nýtt í miklum mæli enda endurnýjanlegur orkukostur sem hvorki skilur eftir sig mengun né stórt kolefnisspor. Kallar aukin eftirspurn eftir nýtingu vindorku í bland við annars konar endurnýjanlega orkukosti á Íslandi?

Auk þess að gangast undir mat á umhverfisáhrifum þurfa vindorkugarðar að vera á aðal- og deiliskipulagi sveitarfélaga ásamt því að fara þarf í umhverfisrannsóknir og fá grænt ljós frá Skipulagsstofnun áður en leyfi eru gefin út. Margir umhverfis- og samfélagsþættir eru því skoðaðir áður en leyfi er veitt fyrir framkvæmdum.

Hafðu samband við Rúnar D. Bjarnason í 422-3000 varðandi mat á umhverfisáhrifum. Frekari upplýsingar um þjónustuna á finna hér fyrir: 

Alla þætti hlaðvarpsins má finna hér.