Frétt - 09.04.2019

Virkjun í Geitdalsá á Fljótsdalshéraði

Kynning á drögum að tillögu að matsáætlun

Hafið er mat á umhverfisáhrifum allt að 9,9 MW virkjunar í Geitdalsá á Fljótsdalshéraði.

Geitdalsárvirkjun ehf. er framkvæmdaraðili verksins en mat á umhverfisáhrifum er unnið af Mannviti.  Í drögum að tillögu að matsáætlun er fyrirhugaðri framkvæmd lýst og fjallað um þá umhverfisþætti sem teknir verða fyrir í mati á umhverfisáhrifum.  Einnig er greint frá því hvaða athuganir er fyrirhugað að ráðast í sérstaklega í tengslum við mat á umhverfisáhrifum.

Öllum er frjálst að senda inn ábendingar eða athugasemdir á netfangið haukur@mannvit.is

Frestur til að gera athugasemdir er til 1. maí 2019.

 

Drög að tillögu að matsáætlun má nálgast hér.