Hnúta Hverfisfljóti - Mannvit.is
Frétt - 20.09.2017

Allt að 9,3 MW virkjun í Hverfisfljóti við Hnútu, Skaftárhreppi

Kynning á frummatsskýrslu
Hafin er athugun Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar 9,3 MW rennslisvirkjunar í Hverfisfljóti við Hnútu. 

Ragnar Jónsson ábúandi að Dalshöfða er framkvæmdaraðili verksins en mat á umhverfisáhrifum er unnið af Mannviti.   Í frummatsskýrslu er fyrirhugaðri framkvæmd lýst og fjallað um niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum.

Öllum er frjálst að senda inn ábendingar eða athugasemdir bréfleiðis eða með tölvupósti til Skipulagsstofnunar og skulu þær berast á netfangið skipulag@skipulag.is eða póstfangið:

Skipulagsstofnun
Borgartúni 7b
105 Reykjavík

Frestur til að skila inn athugasemdum rann út 2. nóvember 2017.

 

Frummatsskýrslu má nálgast hér.

Gert er ráð fyrir að frummatsskýrslan verið kynnt á opnum fundi sem verður auglýstur síðar.