Vistvottun BREEAM Ólöf Kristjánsdóttir
Frétt - 18.06.2020

Hvaða þýðingu hefur vistvottun fyrir okkur? - Hlaðvarp Mannvits

Vistvottuð byggð er það nýjasta í byggingargeiranum. Urriðarholtið í Garðabæ og Sundhöll Reykjavíkur eru dæmi um byggð og bygginu sem hafa fengið þessa vottun. Hver er ávinningurinn fyrir byggingaraðila og sveitarfélög að byggja slík hverfi og byggingar? Í hverju felst þetta? Fer það eftir efnisvali á steypu, timbri og gluggum eða hönnun á húsi út frá hita og birtu? 

Ólöf Kristjánsdóttir byggingarverkfræðingur og sérfræðingur í vistvottuðum byggðum ræddi við Björgheiði Albertsdóttir um BREEAM og þýðingu þessara hluta fyrir okkur í þætti númer fimm í hlaðvarpi Mannvits: Sjálfbært samfélag. Hægt er að hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify og í Apple Podcasts appinu.

Hafðu samband við Ólöfu Kristjánsdóttur fagstjóra á samgöngusviði í 422-3000 varðandi vistvottun bygginga og hverfa og deiliskipulag eða aðalskipulag hverfa með vistvæna vottun að leiðarljósi. Dæmi um þjónustu er að finna hér: