wgc 2020 logo.png
Frétt - 15.08.2019

Mannvit á WGC 2020 í Hörpu

World Geothermal Congress 2020 (WGC 2020) eða Heimsþing jarðhita fer fram í Hörpu dagana 27. apríl - 1. Maí 2020. Mannvit er með bás auk fjölmargra kynninga um rannsóknir og nýtingu jarðhita á ráðstefnunni. WGC fer fram á fimm ára fresti og er stærsti alþjóðlegi jarðvarmaviðburðurinn. Í tengslum við WGC er sýning, vinnustofur, skoðunarferðir og vettvangsferðir til nokkurra jarðhitasvæða, viðburðir, stutt námskeið og víðtæk dagskrá á ráðstefnuhlutanum sem nær til yfir 3000 gesta á ráðstefnunni.

Sýningin á World Geothermal Congress 2020 er einnig einstakt tækifæri fyrir jarðvarmaiðnaðinn á Íslandi til að eiga samskipti við alþjóðlega gesti og kynna þjónustu sína og vélbúnað.