wgc 2020 logo.png
Frétt - 21.10.2021

Mannvit á WGC 2020+1 í Hörpu

World Geothermal Congress 2020+1, Heimsþing jarðhita fer fram í Hörpu dagana 24.-27.okt 2021. Mannvit er með aðstöðu á sameiginlegum bás íslenskra fyrirtækja, auk þess að vera með fjölmargar kynninga um rannsóknir og nýtingu jarðhita á ráðstefnunni. WGC fer fram á fimm ára fresti og er stærsti alþjóðlegi jarðvarmaviðburðurinn í heiminum. Í tengslum við WGC eru sýning, vinnustofur og vettvangsferðir til nokkurra jarðhitasvæða, viðburðir, stutt námskeið og víðtæk dagskrá á ráðstefnuhlutanum. 

Sýningin á World Geothermal Congress 2020+1 er einnig einstakt tækifæri fyrir jarðvarmaiðnaðinn á Íslandi til að eiga samskipti við alþjóðlega gesti og kynna þjónustu sína og vélbúnað.

Miðvikudag 27.okt kl. 10:30 í Silfurberg A, Session 55A flytur Lilja Tryggvadóttir, sérfræðingur í jarðhita hjá Mannvit erindið "Overview of Global Existence of Pollutant and GHG Abatement Facilities in GPPs". Meðhöfundar Lilju eru Alessandro Lenz, Marco Paci frá Enel, Teitur Gunnarsson og Katrín Ragnarsdóttir frá Mannvit.

Greinina í heild sinni er að finna hér.

Upphaflega átti ráðstefnan að fara fram 2020. Vegna aðstæðna er ekki reiknað með yfir 3000 þátttakendum en þó er reiknað með að yfir 1000 manns frá öllum heimshornum verði viðstaddir þessa merkilegu ráðstefnu.