
Morgunfundur:
Innviðir og loftslagsbreytingar - Erum við tilbúin?
Samband íslenskra sveitarfélaga og Mannvit standa að fræðsluviðburði og pallborðsumræðu á Hótel Reykjavík Grand, föstudaginn 3.febrúar.
Fjallað verður um loftslagsbreytingar á Íslandi; áhrif á sveitarfélög, fyrirtæki, íbúa og innviði í landinu.
Markmið fundarins er að ræða áhrif loftslagsbreytinga á nærumhverfi okkar, kynna aðgerðir og leiðir til undirbúnings við að verja fyrirtækin, innviði og samfélagið. Jafnframt verður fjallað um hver sé lærdómur sveitarfélaga og til hvaða mótvægisaðgerða má grípa.
Staðsetning: Hótel Reykjavík Grand, Sigtún 28, 105 Rvk. Gullteigur B.
Dagsetning: Föstudagur 3.febrúar.
Tími: 8:30-10:00. Húsið opnar kl. 8.00 með kaffi og léttum veitingum.
Skráning að neðan nauðsynleg fyrir fund.
Fundurinn verður einnig í streymi á vef.
Dagskrá:
8:00 - Húsið opnar með kaffi og léttum veitingum
8:30 -
Aðlögun að áhrifum loftslagsbreytinga á Íslandi
Anna Hulda Ólafsdóttir, forstöðumaður Skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar, Veðurstofa Íslands
8:45 -
Sjávarflóð og varnir sveitarfélaga
Fannar Gíslason, forstöðumaður Hafnadeild, Vegagerðin
9:00 -
Loftslagsbreytingar og vátryggingar
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri, Náttúruhamfaratrygging Íslands
9:15 -
Aukinn viðnámsþróttur íslensks samfélags - Hvernig undirbúum við innviði, mannvirki og samfélagið?
María Stefánsdóttir, umhverfisverkfræðingur, Mannvit
9:40-10:00
Pallborðsumræða:
- Hrönn Hrafnsdóttir, deildarstjóri loftslagsmála, Reykjavíkurborg
- Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Ríkislögreglustjóri
- Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs, Samband íslenskra sveitarfélaga
Fundarstjóri: Sandra Rán Ásgrímsdóttir, sjálfbærniverkfræðingur, Mannvit
Skráning á morgunfund:
Upplýsingar vegna skráningar:
Mannvit mun senda upplýsingar vegna þessa viðburðar á skráð netfang. Persónuupplýsingar eru unnar í samræmi við persónuverndarstefnu Mannvits. Upplýsingum verður eytt að viðburði loknum.