Morgunfundur:

Innviðir og loftslagsbreytingar - Erum við tilbúin?

Samband íslenskra sveitarfélaga og Mannvit standa að fræðsluviðburði og pallborðsumræðu á Hótel Reykjavík Grand, föstudaginn 3.febrúar.
Fjallað verður um loftslagsbreytingar á Íslandi; áhrif á sveitarfélög, fyrirtæki, íbúa og innviði í landinu.
Markmið fundarins er að ræða áhrif loftslagsbreytinga á nærumhverfi okkar, kynna aðgerðir og leiðir til undirbúnings við að verja fyrirtækin, innviði og samfélagið. Jafnframt verður fjallað um hver sé lærdómur sveitarfélaga og til hvaða mótvægisaðgerða má grípa.

Staðsetning: Hótel Reykjavík Grand, Sigtún 28, 105 Rvk. Gullteigur B.

Dagsetning: Föstudagur 3.febrúar.

Tími: 8:30-10:00. Húsið opnar kl. 8.00 með kaffi og léttum veitingum.

Skráning að neðan nauðsynleg fyrir fund.
Fundurinn verður einnig í streymi á vef.

 

Dagskrá:

8:00 - Húsið opnar með kaffi og léttum veitingum

8:30 -
Aðlögun að áhrifum loftslagsbreytinga á Íslandi

Anna Hulda Ólafsdóttir, forstöðumaður Skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar, Veðurstofa Íslands

8:45 -
Sjávarflóð og varnir sveitarfélaga

Fannar Gíslason, forstöðumaður Hafnadeild, Vegagerðin

9:00 -
Loftslagsbreytingar og vátryggingar

Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri, Náttúruhamfaratrygging Íslands

9:15 -
Aukinn viðnámsþróttur íslensks samfélags - Hvernig undirbúum við innviði, mannvirki og samfélagið?

María Stefánsdóttir, umhverfisverkfræðingur, Mannvit

9:40-10:00
Pallborðsumræða:

- Hrönn Hrafnsdóttir, deildarstjóri loftslagsmála, Reykjavíkurborg

- Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Ríkislögreglustjóri

- Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs, Samband íslenskra sveitarfélaga

Fundarstjóri: Sandra Rán Ásgrímsdóttir, sjálfbærniverkfræðingur, Mannvit

 

Skráning á morgunfund:

Vinsamlega haka í box ef þú kemst ekki og vilt heldur fá hlekk á streymi.

 

Upplýsingar vegna skráningar:
Mannvit mun senda upplýsingar vegna þessa viðburðar á skráð netfang. Persónuupplýsingar eru unnar í samræmi við persónuverndarstefnu Mannvits. Upplýsingum verður eytt að viðburði loknum. 

Hver eru áhrif loftslagsbreytinga hér á landi og hvernig við þurfum að aðlagast og undirbúa okkur?

Til hvaða aðgerða má grípa til að auka viðnámsþrótt íslensks samfélags?

Hver er lærdómur sveitarfélaga og til hvaða aðgerða má grípa?