Frá upphafi til framkvæmdar
Mannvit sýnir árangur í verki með því að huga að öllum hliðum verkefnis, frá upphaflegri hugmynd til framkvæmdar. Sérfræðingar okkar búa að áratuga langri reynslu á öllum sviðum mannvirkjagerðar. Má þar nefna húsbyggingar, samgöngumannvirki, umferðar- og skipulagsmál, umhverfismál, vatnamælingar, landmælingar, jarðfræði og hljóðvist.
Sérfræðingar Mannvits hafa þá þekkingu sem þarf til úrlausnar á fjölbreyttum verkefnum hvort sem er á frumhönnunar-, verkhönnunar- eða byggingarstigi.
Verkefni
Mannvit hefur komið að hönnun skrifstofu-, þjónustu-, iðnaðar- og verslunarhúsnæðis ásamt veitu- og samgöngumannvirkja, s.s jarðganga, flugvalla, hafna, vega og brúa. Sérfræðingar Mannvits veita einnig ráðgjöf á sviði samgönguskipulags. Fyrirtækið býr yfir víðtækri þekkingu á hönnun veitumannvirkja, hvort sem um er að ræða hitaveitur, vatnsveitur, gagnaveitur eða fráveitur.
Þjónusta
„Sumir viðskiptavinir vilja að við sjáum um alla verkþætti á meðan aðrir hafa mjög sterkar skoðanir á því hvernig verkefnið skuli unnið. Okkar hlutverk er að sýna þann sveigjanleika sem þarf til að tryggja að viðskiptavinir okkar nái árangri.“
Hafa samband
Tryggvi Jónsson
Sviðsstjóri
tj@mannvit.is