Morgunfundur um sjálfbærar fjárfestingar

Þann 20. september kl. 08:30 bjóða Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) og Mannvit til morgunfundar á Grand Hótel um sjálfbærar fjárfestingar, hver er ávinningurinn?

Neel Strøbæk, framkvæmdastjóri sjálfbærni og samfélagsábyrgðar hjá Ramboll, Ásgeir Kröyer frá Fossum mörkuðum og Hrefna Ö. Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri markaða Landsbankans og stjórnarformaður Iceland SIF munu leitast við að svara spurningum á við:

  • Felst beinn fjárhagslegur ávinningur í sjálfbærni?
  • Eru tækifæri fyrir hagstæðari fjármögnun?
  • Hver er þróunin í slíkum fjárfestingakostum á Norðurlöndunum?

 

Skráning er ókeypis og fundurinn er opinn öllum.

Léttur morgunmatur verður í boði frá kl 08:00. 

Dagsetning: Fimmtudaginn 20.sept 2018

Staðsetning: Grand Hótel, Gullteigur

Tímasetning: kl. 8:30 - 10:00.

Skráning: 

Dagskrá

08:00 Léttur morgunverður í boði

08:30 Opnunarávarp og setning fundarstjóra

  • Innleiðing stefnu um ábyrgar fjárfestingar og stofnun samtaka um ábyrgar fjárfestingar?

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbankans og stjórnarformaður Iceland SIF

  • Fjármögnunartækifæri sjálfbærra verkefna og græn skuldabréf

Ásgeir Kröyer, Fyrirtækjaráðgjöf Fossa markaða

  • Ávinningur sjálfbærni og reynslan á Norðurlöndum

Neel Strøbæk, Framkvæmdastjóri sjálfbærni og samfélagsábyrgðar hjá Ramboll

10:00 Fyrirspurnir, umræður og fundarlok

Tilgangur fundarins er að ræða hvaða fjárhagslegu áhrif sjálfbærni hefur á fjármögnun verkefna. Hver er þróunin í Skandinavíu? 

Morgunfundur