Þróun nýrra orkukosta

Mannvit hefur leikið stórt hlutverk í þróun endurnýjanlegra orkukosta á Íslandi. Stefna fyrirtækisins er að styðja við nýtingu endurnýjanlegrar orku og hefur Mannvit yfir 50 ára reynslu í nýtingu jarðhita, byggingu vatnsaflsvirkjana, lagningu hitaveitna og annarra verkefna. Með þverfaglegri þjónustu sýnum við árangur í verki í öllum verkefnum viðskiptavina okkar.  

Starfsemi Mannvits á alþjóðavettvangi hefur aukist til muna á undanförnum árum. Fyrirtækið nýtur trausts á erlendum orkumörkuðum sem byggir á sérþekkingu okkar, faglegri ráðgjöf og reynslu af nýtingu orkulinda á Íslandi. Mannvit hefur komið að ýmsum verkefnum í Evrópu, Norður- og Suður Ameríku, Asíu og Austur Afríku.

Þjónusta á sviði orkutengdra verkefna er einn þriggja hornsteina í starfsemi Mannvits. Fyrirtækið býr að áratuga langri þekkingu á náttúrulegum aðstæðum við nýtingu fallvatna og jarðvarma á Íslandi.

Þjónusta

Play

Jarðhitaráðgjöf í áratugi - kynningarmyndband

„Mannvit hefur í áratugi leikið mikilvægt hlutverk við nýtingu orkulinda á Íslandi og mun gera áfram. Sú þekking sem hefur skapast innan fyrirtækisins er nú orðin verðmæt útflutningsvara.“

Hafa samband

Gunnar Sverrir Gunnarsson

Sviðsstjóri véla og iðnaðar

gunnarsv@mannvit.is