Áhættugreining og áhættumat

Mannvit hefur þekkingu og reynslu í að meta og greina áhættu af ólíkum toga, t.d. persónuöryggi starfsmanna í byggingarframkvæmdum, brunahættur, umhverfisáhættur, hættur í jarðgöngum, eld- og sprengihættur í iðnaði, efnahættur og áhættugreining vegna CE-merkinga. Við notum margvíslegar þekktar aðferðir, bæði eigindlegar (e. qualitative) eins og What-if, Hazop, og megindlegar (quantitative) þar sem reynt er að meta á tölfræðilega hátt líkindi og afleiðingar.

Áhættumat Og Áhættugreining

Með áhættugreiningu er reynt að kortleggja áhættur sem fylgja viðkomandi starfsemi. Áhættugreining leggur grunn að markvissum aðgerðum til að minnka áhættu með sem minnstum tilkostnaði.

Í stuttu máli gengur áhættugreining út á að svara eftirfarandi spurningum:

  • Hvað getur gerst?
  • Hverjar eru líkurnar?
  • Hverjar eru afleiðingarnar?

Áhættumat er það ferli þegar reynt er að meta hvort áhætta sé ásættanleg (e. acceptable)  með því að bera hana saman við viðeigandi þekktar ásættanlegar áhættur.

Markmið áhættustjórnunar er að ákvarða nauðsynlegar aðgerðir til að fjarlægja, minnka eða stjórna áhættu. Mannvit hefur áratuga reynslu í að aðstoða viðskiptavini í þeirra áhættustjórnunarferli. Við setjum fram niðurstöður á skýran og upplýsandi hátt þannig að viðskiptavinurinn sjái glögglega hverjir eru hans áhættuþættir. Í umfangsmiklum verkefnum þar sem mjög mikilvægt er að fylgjast með úrbótum og fyrirbyggjandi aðgerðum getur reynst nauðsynlegt að gefa út vikulegar eða mánaðarlegar skýrslur sem sýna hvernig miðar í að koma böndum á áhættuna.

Mannvit notar margvíslegar þekktar aðferðir, bæði eigindlegar (e. qualitative) eins og t.d. What-if, Hazop, og megindlegar (quantitative) þar sem reynt er að meta á tölfræðilega hátt líkindi og afleiðingar.

Jafnvel þó markmið áhættustjórnunar sé að koma í veg fyrir að óæskilegir atburðir gerist þá þurfa þeir sem bera ábyrgð á áhættustjórnun að vera viðbúnir því að alvarlegir atburðir geti gerst. Til að lágmarka afleiðingar af óæskilegum atburðum er því mikilvægt að stjórnendur séu tilbúnir með viðbragðsáætlanir um áframhaldandi rekstur sem gefa leiðbeiningar hvernig fyrirtæki geti lágmarkað afleiðingar og haldið ótrufluðum rekstri áfram. Reynsla fyrirtækja sem lenda í eldsvoðum er oft sú að töpuð markaðshlutdeild er stærsta tjónið, ekki húsnæðið. Með áhættustjórnun er hægt að tryggja að markaðshlutdeild tapist ekki þó svo að alvarlegur atburður eins og eldsvoð eigi sér stað.  

Töpuð markaðshlutdeild er oft stærsta tjónið í bruna, ekki húsnæðið. Markmið áhættustjórnunar er að ákvarða nauðsynlegar aðgerðir til að fjarlægja, minnka eða stjórna áhættum.

Tengiliðir

Guðni I Pálsson

Fagstjóri bruna- og öryggismála

gudni@mannvit.is

+354 422 3085

Ársæll Þorsteinsson

Vélaverkfræðingur C.Sc. Vélbúnaður og efnaferli

arsaell@mannvit.is

+354 422 3760