Áhættumat vegna umhverfismála

Mannvit býr yfir þekkingu og reynslu við gerð áhættumats  af ýmsum toga.  Helstu verkefni hafa verið áhættumat á sviði brunahönnunar og jarðgangagerðar auk ýmis konar iðnaðar, fyrir bensínstöðvar og sorpförgunarstöðvar en einnig á sviði umhverfismála.

Í áhættumati er reynt að greina áhættur sem fylgja viðkomandi starfsemi. Slík greining leggur grunn að markvissum aðgerðum til að minnka áhættu með sem minnstum tilkostnaði.

Mannvit sérhæfir sig í þverfaglegri þjónustu á sviði umhverfismála sem kallar á áhættumat sem tryggir viðskiptavinum okkar áhættuminni og hagkvæmari framkvæmdir.

Cartographic services - Mannvit.is

Í áhættumati er reynt að greina áhættur sem fylgja viðkomandi starfsemi. Slík greining leggur grunn að markvissum aðgerðum til að minnka áhættu með sem minnstum tilkostnaði. Mannvit sérhæfir sig í þverfaglegri þjónustu á sviði umhverfismála sem kallar á áhættumat sem tryggir viðskiptavinum okkar áhættuminni og hagkvæmari framkvæmdir. 

Áhættumati er jafnan skipt í þrjú stig:

  • Finna hættur, hvað getur farið úrskeiðis?
  • Áhættugreining, greining á hættum, hvað getur gerst, hverjar eru líkurnar og hverjar verða afleiðingarnar?
  • Áhættumat, er áhættan innan marka eða ekki?

Mannvit veitir ráðgjöf við áhættumat vegna framkvæmda á vatnsverndarsvæðum, vegna ferða eða framkvæmda innan friðlýstra svæða og vegna hugsanlegra  gróðurs- og kjarrelda. Við mat á áhættu er ávallt reynt að finna lausnir sem draga úr áhættu eða koma í veg fyrir neikvæð áhrif umsvifa eða framkvæmda.

Helsta þjónusta tengd áhættumati vegna umhverfismála:

  • Áhættumat
  • Áhættugreiningar
  • Úttektir og eftirlit
  • Kortagerð
  • Ráðgjöf og eftirfylgni

Dæmi um verkefni:

  • Áhættumat og gerð öryggisáætlana vegna ferðaleiða innan friðlýstra svæða og þjóðgarða
  • Áhættumat vegna framkvæmda á vatnsverndarsvæðum
  • Áhættumat vegna brunamála í sumarhúsabyggðum

Áhættumat er það ferli þegar reynt er að meta hvort áhætta sé ásættanleg (e. acceptable) með því að bera hana saman við viðeigandi þekktar ásættanlegar áhættur. Áhættumat leggur grunn að markvissum aðgerðum til að minnka áhættu með sem minnstum tilkostnaði.

Tengiliðir

Rúnar D. Bjarnason

Fagstjóri umhverfismál og sjálfbærni

rb@mannvit.is

+354 422 3054

Guðni I Pálsson

Fagstjóri bruna- og öryggismála

gudni@mannvit.is

+354 422 3085